Hjá Birtunni geta börn og fullorðnir fengið almenna sálfræðiþjónustu, ráðgjöf og meðferð vegna hvers kyns vanlíðunar og álags.
Hjá Birtunni – sálfræðiþjónustu eru ekki gerðar athuganir á vitsmunaþroska barna/unglinga eða formlegar frumgreiningar á þroskafrávikum, ADHD eða einhverfu.
Það er þó sjálfsagt að mæta með slíkar spurningar í viðtal og fá raunhæfar upplýsingar um það hvort ástæða sé til þess að óska eftir slíkri athugun, hjá skólasálfræðingum/sjálfstætt starfandi sálfræðingum sem sinna slíkri greiningarvinnu.
Áhersla er á faglega og hlýlega þjónustu í samræmi við klínískar leiðbeiningar og viðurkennt verklag. Meðferðarleiðirnar sem Lauga notar og hefur þjálfun í eru hugræn atferlismeðferð (HAM), EMDR og DBR. Meðferðarleiðirnar eru mikið rannsakaðar og hafa sýnt fram á gildi sitt. HAMið (á ensku Cognitive Behavioral Therapy – CBT) er til í ýmiskonar útfærslum, fyrir ósértækan og sértækan vanda.
Þær meðferðarleiðir sem Lauga hefur sérstaka þjálfun í, umfram aðrar, eru:
Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir 3-18 ára (TF-CBT, eftir Cohen, Mannarino og Deblinger): til dæmis https://www.nctsn.org/interventions/trauma-focused-cognitive-behavioral-therapy
Val fyrir fjölskyldur; hugræn atferlismeðferð (AF-CBT), vegna harkalegra samskipta í fjölskyldum: https://www.afcbt.org/
EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er heildstæð sálfræðileg meðferð sem var þróuð til að vinna úr afleiðingum áfalla: til dæmis https://www.emdr.is/
DBR (Deep Brain Reorienting) áfallameðferð: https://deepbrainreorienting.com/
Um fjarviðtöl
Á covid tímabilinu þróuðust fjarviðtöl fyrir sértækar meðferðarleiðir hratt og heilmargar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi þeirra. Þær benda í stuttu máli til þess að fjarviðtöl nýtist vel, eins og viðtöl á staðnum, til að bæta líðan skjólstæðinga, bæði barna og fullorðinna.
Meðferðarleiðirnar sem Lauga notar helst hafa verið aðlagaðar að fjarviðtölum og gagnsemi þeirra verið rannsökuð, hvort tveggja með góðum árangri.