Guðlaug Ásmundsdóttir, kölluð Lauga, er sálfræðingurinn að baki Birtunni -sálfræðiþjónustu. Lauga hóf störf sem sálfræðingur árið 2004. Hún hefur frá þeim tíma unnið með börnum og foreldrum þeirra, sem og skólafólki, við athuganir (bæði frumgreiningar og nánari greiningar) og ráðgjöf vegna þroska, hegðun og líðan barnanna. Sérstök áhersla á einhverfu, þroskavanda, ADHD, áföll, kvíða og vanlíðan. Lauga er vön vinnu með börn á aldrinum tveggja til átján ára.
Lauga er með réttindi til að halda ýmis námskeið tengdum uppeldi, hegðun og líðan barna, og hefur haldið fjölmörg slík í gegnum árin.
Undanfarin ár hefur Lauga sérhæft sig í sálfræðilegri meðferð barna og unglinga og þá sérstaklega vegna áfalla, kvíða og vanlíðunar. Hún lauk tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð, auk þess að læra á og fá sérstaka þjálfun og handleiðslu í ákveðnum meðferðarleiðum. Þær eru: Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir 3-18 ára (TF-CBT), hugræn atferlismeðferð sem kemur inn á harkaleg samskipti í fjölskyldum (Val fyrir fjölskyldur; hugræn atferlismeðferð (AF-CBT)) og EMDR meðferð sem nýtist í tengslum við hvers kyns vandkvæði, til dæmis áföll.
Lauga er einnig farin að sinna meðferðarvinnu með fullorðnum í talsverðum mæli.
Fyrri störf
Meðal fyrri vinnustaða eru Þroska- og hegðunarstöð (sem heitir nú Geðheilsumiðstöð barna), Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (sem heitir nú Ráðgjafar- og greiningarstöð), Kópavogsbær (sérfræðiþjónusta leikskólanna og grunnskólanna), Akraneskaupstaður (sérfræðiþjónusta leik- og grunnskólanna) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE; barnasálfræðingsþjónusta fyrir allt svæðið).
Ásamt störfum sínum hjá Birtunni – sálfræðiþjónustu starfar Lauga einnig hjá Janusi endurhæfingu.
Menntun
B.A. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands (2001).
Cand.Psych. gráða frá Háskóla Íslands og löggilding (2003).
Heiti lokaverkefnis: Einhverfa og aðrar gagntækar þroskaraskanir hjá börnum á leikskólaaldri. Framvinda í vitsmunaþroska og tengsl við afturför og einkennafræði.
Lokaverkefnið fór svo með öðru inn í ritrýndu rannsóknina:
Jónsdóttir, S. L., Saemundsen, E., Asmundsdóttir, G., Hjartardóttir, S., Asgeirsdóttir, B. B., Smáradóttir, H. H., Sigurdardóttir, S., & Smári, J. (2007). Follow-up of children diagnosed with pervasive developmental disorders: stability and change during the preschool years. Journal of autism and developmental disorders, 37(7), 1361–1374. https://doi.org/10.1007/s10803-006-0282-z
Sérnám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands (2021).
EMDR nám og þjálfun (Level 1 árið 2022 & Level 2 árið 2023).
Símenntun
Regluleg handleiðsla hjá sérfræðingum.
Síðustu námskeið:
Júní 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 2, með dr. Frank M. Corrigan.
Apríl 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 1, með dr. Frank M. Corrigan (sjá https://deepbrainreorienting.com/).
Apríl 2024 – Námskeiðið Integrated treatment of chronic pain and health conditions: Utilizing advanced EMDR approaches and nervous system-driven skills með Gary Brothers LCSW.
Febrúar 2024 – Unnið með parta: Námskeið fyrir EMDR meðferðaraðila með Gyðu Eyjólfsdóttur Ph.D og Margréti Blöndal hjúkrunarfræðingi.
September 2023 – Námskeiðið Complex Trauma and Dissociation: Effectively Treating „Parts“ með Kathy Martin, LCSW.
Mars 2023 – Námskeiðið ART of EMDR með Roger Solomon, Ph.D.
Mars 2023 – Námskeiðið The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma, með Roger Solomon, Ph.D.
Apríl 2022 – Námskeiðið Treating Traumatic Attachment to the Perpetrator, með Roger Solomon, Ph.D.
Félagsaðild
Lauga er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sálfræðinga um hugræna atferlismeðferð, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og í fagfélagi EMDR meðferðaraðila á Íslandi.