Guðlaug Ásmundsdóttir, kölluð Lauga, er sálfræðingurinn að baki Birtunni -sálfræðiþjónustu. Lauga hóf störf sem sálfræðingur árið 2004. Hún hefur unnið mest að málefnum barna frá þeim tíma; við ráðgjöf, greiningarvinnu, meðferð og námskeiðahald. Sérþjálfun í ýmsum greiningarmálum eins og einhverfu, þroskavanda, ADHD, áföllum, kvíða og vanlíðan. Lauga er vön vinnu með börn á aldrinum tveggja til átján ára og undanfarið ár hefur hún einnig unnið meðferðarvinnu með fullorðnum í talsverðum mæli.
Lauga hefur lokið tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð, auk þess að læra á og fá sérstaka þjálfun og handleiðslu í ákveðnum meðferðarleiðum eins og áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð fyrir 3-18 ára (TF-CBT), hugrænni atferlismeðferð sem kemur inn á harkaleg samskipti í fjölskyldum (Val fyrir fjölskyldur; hugræn atferlismeðferð (AF-CBT)), EMDR meðferð og DBR meðferð.
Fyrri störf
Meðal fyrri vinnustaða eru Þroska- og hegðunarstöð (sem heitir nú Geðheilsumiðstöð barna), Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (sem heitir nú Ráðgjafar- og greiningarstöð), Kópavogsbær (sérfræðiþjónusta leikskólanna og grunnskólanna), Akraneskaupstaður (sérfræðiþjónusta leik- og grunnskólanna) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE; barnasálfræðingsþjónusta fyrir allt svæðið).
Ásamt störfum sínum hjá Birtunni – sálfræðiþjónustu starfar Lauga einnig hjá Janusi endurhæfingu.
Menntun
B.A. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands (2001).
Cand.Psych. gráða frá Háskóla Íslands og löggilding (2003).
Heiti lokaverkefnis: Einhverfa og aðrar gagntækar þroskaraskanir hjá börnum á leikskólaaldri. Framvinda í vitsmunaþroska og tengsl við afturför og einkennafræði.
Lokaverkefnið fór svo með öðru inn í ritrýndu rannsóknina:
Jónsdóttir, S. L., Saemundsen, E., Asmundsdóttir, G., Hjartardóttir, S., Asgeirsdóttir, B. B., Smáradóttir, H. H., Sigurdardóttir, S., & Smári, J. (2007). Follow-up of children diagnosed with pervasive developmental disorders: stability and change during the preschool years. Journal of autism and developmental disorders, 37(7), 1361–1374. https://doi.org/10.1007/s10803-006-0282-z
Sérnám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands (2021).
EMDR nám og þjálfun (Level 1 árið 2022 & Level 2 árið 2023).
DBR nám og þjálfun (Level 1, 2 og 3 árið 2024).
Símenntun
Regluleg handleiðsla hjá sérfræðingum.
Síðustu námskeið:
September 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 3, með dr. Frank M. Corrigan.
Júní 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 2, með dr. Frank M. Corrigan.
Apríl 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 1, með dr. Frank M. Corrigan (sjá https://deepbrainreorienting.com/).
Apríl 2024 – Námskeiðið Integrated treatment of chronic pain and health conditions: Utilizing advanced EMDR approaches and nervous system-driven skills með Gary Brothers LCSW.
Febrúar 2024 – Unnið með parta: Námskeið fyrir EMDR meðferðaraðila með Gyðu Eyjólfsdóttur Ph.D og Margréti Blöndal hjúkrunarfræðingi.
September 2023 – Námskeiðið Complex Trauma and Dissociation: Effectively Treating „Parts“ með Kathy Martin, LCSW.
Mars 2023 – Námskeiðið ART of EMDR með Roger Solomon, Ph.D.
Mars 2023 – Námskeiðið The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma, með Roger Solomon, Ph.D.
Apríl 2022 – Námskeiðið Treating Traumatic Attachment to the Perpetrator, með Roger Solomon, Ph.D.
Félagsaðild
Lauga er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sálfræðinga um hugræna atferlismeðferð, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og í fagfélagi EMDR meðferðaraðila á Íslandi.