Heim

Birtan – sálfræðiþjónusta Guðlaugar Ásmundsdóttur er fyrir fólk á öllum aldri. Viðtöl á Akranesi og síðar á netinu.

Guðlaug (Lauga) hefur starfað lengi sem barnasálfræðingur. Sérþekking hennar nær meðal annars yfir þroskavanda, einhverfu, ADHD, kvíða, vanlíðan, áföll og álag ýmiskonar. Sjá betur hér.

Athugið að formlegar greiningar á þroskavanda, ADHD og einhverfu eru EKKI gerðar að sinni hjá Birtunni sálfræðiþjónustu.

Fagaðilum sem sinna börnum og unglingum býðst handleiðsla.

Helstu meðferðarleiðir eru hugræn atferlismeðferð (HAM) og EMDR.

Birtan – sálfræðiþjónusta er til húsa á Stekkjarholti 8-10, Akranesi (sjá neðar), í sama húsi og Talþjálfun Vesturlands og Llorens hárstofa.

Viðtöl eru bókuð í gegnum síma (534-8617) eða tölvupóst (ritari@birtan.is), milli klukkan 8 og 17 virka daga. 

Hvert viðtal er 50 mínútur og kostar 23 þúsund krónur.

Gjald er tekið fyrir viðtal sem er ekki afbókað með 24 klukkustunda fyrirvara í síma 534-8617 og/eða tölvupóst, ritari@birtan.is. Ef barn/unglingur verður lasinn og kemst ekki í viðtalið þá eru foreldrar eindregið hvattir til að nýta tímann í staðinn, það nýtist vel í meðferð barnsins/unglingsins.

Staðsetning: https://goo.gl/maps/SzVpR8BRZ6iXc9uN6

Um Birtuna

Guðlaug Ásmundsdóttir, kölluð Lauga, er sálfræðingurinn að baki Birtunni -sálfræðiþjónustu. Lauga hóf störf sem sálfræðingur árið 2004. Hún hefur unnið mest að málefnum barna frá þeim tíma; við ráðgjöf, greiningarvinnu, meðferð og námskeiðahald. Sérþjálfun í ýmsum greiningarmálum eins og einhverfu, þroskavanda, ADHD, áföllum, kvíða og vanlíðan. Lauga er vön vinnu með börn á aldrinum tveggja til átján ára og undanfarið ár hefur hún einnig unnið meðferðarvinnu með fullorðnum í talsverðum mæli.

Lauga hefur lokið tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð, auk þess að læra á og fá sérstaka þjálfun og handleiðslu í ákveðnum meðferðarleiðum eins og áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð fyrir 3-18 ára (TF-CBT), hugrænni atferlismeðferð sem kemur inn á harkaleg samskipti í fjölskyldum (Val fyrir fjölskyldur; hugræn atferlismeðferð (AF-CBT)), EMDR meðferð og DBR meðferð.

Fyrri störf

Meðal fyrri vinnustaða eru Þroska- og hegðunarstöð (sem heitir nú Geðheilsumiðstöð barna), Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (sem heitir nú Ráðgjafar- og greiningarstöð), Kópavogsbær (sérfræðiþjónusta leikskólanna og grunnskólanna), Akraneskaupstaður (sérfræðiþjónusta leik- og grunnskólanna) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE; barnasálfræðingsþjónusta fyrir allt svæðið).

Ásamt störfum sínum hjá Birtunni – sálfræðiþjónustu starfar Lauga einnig hjá Janusi endurhæfingu.

Menntun

B.A. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands (2001).

Cand.Psych. gráða frá Háskóla Íslands og löggilding (2003). 

Heiti lokaverkefnis: Einhverfa og aðrar gagntækar þroskaraskanir hjá börnum á leikskólaaldri. Framvinda í vitsmunaþroska og tengsl við afturför og einkennafræði. 

Lokaverkefnið fór svo með öðru inn í ritrýndu rannsóknina: 

Jónsdóttir, S. L., Saemundsen, E., Asmundsdóttir, G., Hjartardóttir, S., Asgeirsdóttir, B. B., Smáradóttir, H. H., Sigurdardóttir, S., & Smári, J. (2007). Follow-up of children diagnosed with pervasive developmental disorders: stability and change during the preschool years. Journal of autism and developmental disorders37(7), 1361–1374. https://doi.org/10.1007/s10803-006-0282-z 

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands (2021).

EMDR nám og þjálfun (Level 1 árið 2022 & Level 2 árið 2023).

DBR nám og þjálfun (Level 1, 2 og 3 árið 2024).

Símenntun

Regluleg handleiðsla hjá sérfræðingum.

Síðustu námskeið:

September 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 3, með dr. Frank M. Corrigan.

Júní 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 2, með dr. Frank M. Corrigan.

Apríl 2024 – Deep Brain Reorienting (DBR) – Level 1, með dr. Frank M. Corrigan (sjá https://deepbrainreorienting.com/).

Apríl 2024 – Námskeiðið Integrated treatment of chronic pain and health conditions: Utilizing advanced EMDR approaches and nervous system-driven skills með Gary Brothers LCSW.

Febrúar 2024 – Unnið með parta: Námskeið fyrir EMDR meðferðaraðila með Gyðu Eyjólfsdóttur Ph.D og Margréti Blöndal hjúkrunarfræðingi.

September 2023 – Námskeiðið Complex Trauma and Dissociation: Effectively Treating „Parts“ með Kathy Martin, LCSW. 

Mars 2023 – Námskeiðið ART of EMDR með Roger Solomon, Ph.D.

Mars 2023 – Námskeiðið The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma, með Roger Solomon, Ph.D.

Apríl 2022 – Námskeiðið Treating Traumatic Attachment to the Perpetrator, með Roger Solomon, Ph.D.

Félagsaðild

Lauga er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sálfræðinga um hugræna atferlismeðferð, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og í fagfélagi EMDR meðferðaraðila á Íslandi.

Þjónusta í boði

Hjá Birtunni geta börn og fullorðnir fengið almenna sálfræðiþjónustu, ráðgjöf og meðferð vegna hvers kyns vanlíðunar og álags.

Þjónustan er í boði á Akranesi. Síðar verður hægt að velja milli viðtala á Akranesi og á netinu.

Hjá Birtunni – sálfræðiþjónustu eru ekki gerðar athuganir á vitsmunaþroska barna/unglinga eða formlegar frumgreiningar á þroskafrávikum, ADHD eða einhverfu. 

Það er þó sjálfsagt að mæta með slíkar spurningar í viðtal og fá raunhæfar upplýsingar um það hvort ástæða sé til þess að óska eftir slíkri athugun, hjá skólasálfræðingum/sjálfstætt starfandi sálfræðingum sem sinna slíkri greiningarvinnu. 

Áhersla er á faglega og hlýlega þjónustu í samræmi við klínískar leiðbeiningar og viðurkennt verklag. Meðferðarleiðirnar sem Lauga notar og hefur þjálfun í eru hugræn atferlismeðferð (HAM) og EMDR. Báðar meðferðarleiðirnar eru mikið rannsakaðar og hafa sýnt fram á gildi sitt. HAMið (á ensku Cognitive Behavioral Therapy – CBT) er til í ýmiskonar útfærslum, fyrir ósértækan og sértækan vanda. EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er heildstæð sálfræðileg meðferð sem var þróuð til að vinna úr afleiðingum áfalla.

Þær meðferðarleiðir sem Lauga hefur sérstaka þjálfun í, umfram aðrar, eru: Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð fyrir 3-18 ára (TF-CBT, eftir Cohen, Mannarino og Deblinger), hugræn atferlismeðferð sem kemur inn á harkaleg samskipti í fjölskyldum (val fyrir fjölskyldur; hugræn atferlismeðferð (AF-CBT), EMDR meðferð sem nýtist í tengslum við hvers kyns vandkvæði, til dæmis áföll og DBR (Deep Brain Reorienting) áfallameðferð.

Fræðast má nánar um þær á eftirfarandi síðum:

Áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð (TF-CBT): til dæmis https://www.nctsn.org/interventions/trauma-focused-cognitive-behavioral-therapy 

Val fyrir fjölskyldur; hugræn atferlismeðferð (AF-CBT): https://www.afcbt.org/ 

EMDR: til dæmis https://www.emdr.is/

DBR: https://deepbrainreorienting.com/

Um fjarviðtöl

Á covid tímabilinu þróuðust fjarviðtöl fyrir sértækar meðferðarleiðir hratt og heilmargar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi þeirra. Þær benda í stuttu máli til þess að fjarviðtöl nýtist vel, eins og viðtöl á staðnum, til að bæta líðan skjólstæðinga, bæði barna og fullorðinna. 

Meðferðarleiðirnar sem Lauga notar helst hafa verið aðlagaðar að fjarviðtölum og gagnsemi þeirra verið rannsökuð, hvort tveggja með góðum árangri.

Hafa samband

Vinsamlegast hafið samband vegna viðtalsbókana og breytinga/afbókana:

Í síma 534-8617 frá klukkan 8 til 17 alla virka daga. 

Í tölvupósti á ritari@birtan.is.

Vinsamlegast munið afbókanir/breytingar á tímabókunum að minnsta kosti 24 klukkustundum fyrir viðtalið, annars verður rukkað fyrir viðtalið. 

Ef sérstakar fyrirspurnir eða vangaveltur eru þá sjá ritarar um að koma þeim áfram til sálfræðingsins.